RAUNFÆRNIMAT

 

Tölulegar upplýsingar um raunfærnimat á Íslandi

 

Frá árinu 2004 t.o.m. 2016 luku  3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Til að tengja þessa tölu fjölda á vinnumarkaði þá voru að jafnaði 199.300 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í apríl 2017 (vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands) og þar af er markhópur framhaldsfræðslunnar um 20%. Mikilvægt er að muna að talan sýnir  aðeins þau sem hafa lokið raunfærnimati, ekki hversu margir hófu eða luku námi að loknu raunfærnimati.

Árið 2016 í tölum

Alls luku 516 einstaklingar raunfærnimati árið 2016. Þetta er nokkur fjölgun frá árinu 2015 en þá luku 450 raunfærnimati. Meðaltalsfjöldi þeirra sem luku raunfærnimati árin 2010 – 2016 er 449.  Annað árið í röð eru fleiri sem ljúka raunfærnimati  á brautum sem ekki teljast til iðngreina. Árið 2016 luku 20 einstaklingar raunfærnimati (4%)  sem ekki voru með íslenskt ríkisfang.

Hópur Fjöldi Hlutfall Meðalaldur Meðalfjöldi eininga Fjöldi eininga Konur Karlar
Starfsnámsbrautir 252 49% 41,8 38.2 9.631 58 % 42 %
Iðngreinar 232 45% 38,3 49,6 11.514 12 % 88 %
Viðmið atvinnulífs 32 6% 32,8 Á ekki við   5 % 84 %
Samtölur 516 100% 39,7   21.145 34 % 66 %

Í reglugerð um framkvæmd raunfærnimat er krafa um einstaklingsbundna náms- og starfsráðgjöf, bæði meðan á ferlinu stendur og þegar niðurstöður mats liggja fyrir. Af 9.043 ráðgjafaviðtölum innan framhaldsfræðslunnar 2016 voru 1350 eða um 15% tengd raunfærnimati.

Share This