NÁMSKRÁR

NÁMSKRÁR

 

Vottaðar námskrár FA

Eitt meginhlutverk Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) samkvæmt þjónustusamningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið er að semja námskrár og námslýsingar og vinna með fræðsluaðilum og atvinulífinu að þróun þeirra.

Námskrár FA eru fjölbreyttar og er ætlað að mæta jafnt þörfum þeirra sem námið sækja sem og þörfum atvinnulífsins.

Leiðarljós FA við hönnun á námi er að námið sé hnitmiðað, hagkvæmt og henti fullorðnum. Námið þarf að byggja á vandaðri greiningu. Við hönnun á námi til undirbúnings þátttöku í atvinnulífinu er byggt á hæfnigreiningum starfa.

Námskrár sem gefnar eru út af FA eru unnar í samstarfi við fræðsluaðila og/eða atvinnulífið samkvæmt fræðsluferli. Námskrárnar er skráðar í námskrárgrunn mennta- og menningarmálaráðuneytisins og vottaðar á þrep samkvæmt hæfniramma um íslenska menntun og til eininga á framhaldskólastigi af Menntamálastofnun.

Viðurkenndir fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á nám samkvæmt námskránum með stuðningi frá Fræðslusjóði.

Vottaðar námskrár FA skiptast í starfstengdar námskrár og almennar námskrár.

Share This