hæfnigreiningar

 

Starfaprófílar

Niðurstaða hæfnigreiningar kallast starfsprófíll og hann inniheldur:

  • Stutta skilgreiningu á starfinu.
  • Lista yfir helstu viðfangsefni starfsins.
  • Önnur mikilvæg atriði (ef við á).
  • Listi yfir þá hæfniþætti sem mikilvægastir eru til að starfið sé innt af hendi á árangursríkan hátt ásamt lýsingu á hæfninni á viðeigandi þrepi.

Starfaprófíll dregur því fram um hvaða starf er að ræða og hvaða hæfni þarf til að sinna því.

Til að undirbúa starfsfólk fyrir viðkomandi starf er hægt að byggja nám á þeim hæfnikröfum sem þar er lýst og einnig geta starfaprófílar nýst sem grunnur að viðmiðum við raunfærnimat.

Þrep hæfniþáttanna gefur til kynna hvar nám til undirbúnings starfinu mundi flokkast í viðmiðaramma um íslenska menntun.

FA safnar starfaprófílum í eigin hæfnigrunn en í hann fara aðeins niðurstöður sem hafa fengist með aðferðum og verkfærum eins og FA lýsir og notar.

Þegar hæfniþættir eru uppfærðir í hæfnigrunninum hefur það áhrif á þá starfaprófíla sem fyrir eru í grunninum.

Starfaprófílar í hæfnigrunni FA

Starf Dæmi um starfsheiti Þrep Nánari lýsing
Starf í verslun á fyrsta þrepi Verslunarmaður 1. Starfaprófíll verslunarmaður
Starf í verslun á öðru þrepi Verslunarfulltrúi 2. Starfaprófíll verslunarfulltrúi
Starf í verslun á þriðja þrepi Millistjórnandi 3. Starfaprófíll millistjórnandi
Starf í verslun á fjórða þrepi Verslunarstjóri 4. Starfaprófíll verslunarstjóri
Starf í skógrækt á öðru þrepi Skógarmaður 2. Starfaprófíll skógarmaður
Starf í þjálfun á þriðja þrepi Starfsþjálfi 3. Starfaprófíll starfsþjálfi
Starf í tækniþjónustu á fyrsta þrepi Starfsmaður í tækniþjónustu 1. Starfaprófíll tækniþjónusta
Starf í upplýsingatækni á öðru þrepi   2. Starfaprófíll upplýsingatækni
Starf í matvælaiðnaði á fyrsta þrepi   1. Starfaprófíll matvælaiðnaður
Starf í rannsóknum á fyrsta þrepi Rannsóknartæknir 1. Starfaprófíll rannsóknartæknir
Starf í skjalavörslu á öðru þrepi Starfsmaður við skjalaumsjón 2. Starfaprófíll skjalaumsjón
Starf í umönnun á fyrsta þrepi Umönnun á hjúkrunarheimili 1. Starfsprófíll umönnun
Starf þjónustufulltrúa á upplýsingamiðstöð á öðru þrepi Þjónustufulltrúi á upplýsingamiðstöð  2.  Starfaprófíll þjónustufulltrúi
Starf flokkstjóra í fiskvinnslu á fyrsta þrepi Flokkstjóri í fiskvinnslu 1.  Starfaprófíll flokkstjóri
Starf gæðaeftirlitsmanns í fiskvinnslu á öðru þrepi Gæðaeftirlitsmaður í fiskvinnslu  2.  Starfaprófíll gæðaeftirlitsmaður
Starf verkstjóra í fiskvinnslu á þriðja þrepi Verkstjóri í fiskvinnslu 3. Starfaprófíll verkstjóri
Starf þjónustufulltrúa á öðru þrepi Þjónustufulltrúi 2. Starfaprófíll þjónustufulltrúi
Starf hópferðabílsjóra í ferðaþjónustu á fyrsta þrepi Hópferðabílstjóri í ferðaþjónustu 1. Starfaprófíll hópferðabílstjóri
Starf dyravarðar á öðru þrepi Dyravörður 2. Starfaprófíll dyravörður
Starf í íþróttahúsi á öðru þrepi Starf í íþróttahúsi 2. Starfaprófíll starf í íþróttahúsi
Starf vaktstjóra á skyndabitastöðum og kaffihúsum á öðru þrepi Starf vaktstjóra 2. Starfaprófíll vaktstjóri
Starf sundlaugarvarðar á öðru og þriðja þrepi Starf sundlaugarvarðar 2.-3.  Starfaprófíll sundlaugarvörður
Starf sérhæfðs þjónustufulltrúa á þriðja þrepi Sérhæfður þjónustufulltrúi 3. Starfaprófíll sérhæfður þjónustufulltrúi
Share This