HÆFNIGREININGAR

HÆFNIGREININGAR

 

HÆFNIGREININGAR FA

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur það hlutverk samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið að skilgreina menntunarþarfir markhópsins, meðal annars  með hæfnigreiningum, í samstarfi við atvinnulíf og fræðsluaðila.

FA hefur þróað aðferð við hæfnigreiningar með virkri aðkomu atvinnulífsins. Niðurstöður hæfnigreininga eru starfaprófílar en þeir innihalda skilgreiningu starfsins og hæfnikröfur sem nýtast bæði sem viðmið í námskrám og í raunfærnimati. Unnið er eftir einföldu, skipulögðu ferli. Greiningin fer fram á þremur fundum með þátttöku 10 – 20 manns sem þekkja vel til starfsins.

Greiningaraðferðin byggir á þrepaskiptum hæfniþáttum þar sem búið er að skilgreina á hlutlægan hátt þá persónulegu og faglegu hæfni sem skiptir megin máli á vinnumarkaði. Hæfni­þættirnir eru frá kanadísku ráðgjafafyrirtæki, Human Resource Systems Group (www.hrsg.ca). Haldið er utan um hæfniþætti sem hafa verið þýddir á íslensku og staðfærðir og niðurstöður hæfnigreininga í hæfnigrunni FA. Lögð er áhersla á áframhaldandi þróun hæfnigrunnsins í takt við íslenskar aðstæður, meðal annars íslenska hæfnirammann.

Share This