GÆÐAVOTTUN

Merki og reglur

Aðeins þeir fræðsluaðilar sem staðist hafa úttekt gagnvart EQM gæðaviðmiðum og vottun og staðið skil á árgjaldi og öðrum ákvæðum samnings um gæðavottun milli fræðsluaðila og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins hafa heimild til að nota EQM merkið.

Fræðsluaðili sem stenst EQM úttekt fær afhent innrammað viðurkenningarskjal þar sem fram kemur nafn fræðsluaðila, númer skírteinis, umfang vottunar og gildistími skírteinis. Mælst er til að skírteininu sé komið fyrir á áberandi stað svo það sé sýnilegt viðskiptavinum.

Fræðsluaðili fær einnig sent EQM gæðamerkið á rafrænu formi. Merkið má nota á heimasíðu fræðsluaðila, í prentað efni og/eða annað efni sem dreift er á ábyrgð fræðsluaðila til að vekja athygli á þeirri starfsemi hans sem lýst er á vottunarskírteini.
Verði fræðsluaðili uppvís að misnotkun EQM merkisins er Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heimilt að afturkalla gæðavottun hans sbr. 5.gr. samnings um gæðavottun fræðsluaðila.

Share This