gæðavottun

 

Árgjald

Fræðsluaðili greiðir fast árgjald til Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) og skal gjaldskrá liggja fyrir áður en samningur er gerður. Fyrsta greiðsla er innt af hendi þegar FA hefur samþykkt umsókn fræðsluaðila um úttekt. Gjalddagi eftir það er 15. janúar ár hvert og skal árgjald hafa verið innt af hendi áður en úttekt fer fram.
Innifalið í árgjaldi er:

  • Aðgangur að og notkun rafrænna gagna Evrópska gæðamerkisins.
  • Kostnaður við framkvæmd einnar úttektar vegna EQM vottunar, þ.e. heimsókn úttektaraðila, ferðakostnaður vegna heimsóknar og ritun úttektarskýrslu.
  • Útgáfa vottunarskírteinis.
  • EQM merki á rafrænu formi, sjá um merki og reglur hér.

Óski fræðsluaðili eftir frekari þjónustu úttektaraðila svo sem kynningu eða ráðgjöf greiðir hann sérstaklega fyrir það skv. gjaldskrá úttektaraðila. Standist fræðsluaðili ekki úttektir skv. lið b og komi til aukaheimsóknar vegna þess þá ber fræðsluaðili sjálfur þann kostnað. Fræðsluaðili getur óskað eftir viðbótarheimsókn matsaðila vegna breytinga á starfseminni eða vegna árlegs sjálfsmats fræðsluaðila og ber fræðsluaðili sjálfur þann kostnað.
Samanber ákvörðun stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins frá 14. október 2013 mun árgjald EQM taka hækkun í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs, meðaltal undangengins árs.

Árgjaldið árið 2018 er kr. 193.800,-

Nánari upplýsingar veitir Hildur Betty Kristjánsdóttir í síma 599 1400 eða betty@gamalt.frae.is 

Share This