FRÆÐSLUSJÓÐUR

Stjórn Fræðslusjóðs

Ráðherra skipar Fræðslusjóði níu manna stjórn til fjögurra ára í senn. Formaður er skipaður án tilnefningar, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins tilnefna tvo fulltrúa hvort, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Félag íslenskra framhaldsskóla tilnefna einn fulltrúa hvort, fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefna einn fulltrúa sameiginlega og velferðarráðuneyti einn. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.

Stjórn Fræðslusjóðs setur sér starfs- og úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir. Í þeim skal koma fram hvernig meðferð umsókna er háttað og almenn skilyrði fyrir veitingu framlaga úr sjóðnum.

Beðið er skipunar nýrrar stjórnar Fræðslusjóðs.

 

Share This