samstarfsaðilar

SAMSTARFSAÐILAR

NVL er norrænt tengslanet um nám fullorðinna (www.nvl.org) og er norrænn vettvangur fullorðinsfræðslu þar sem athygli er beint að nýsköpun, miðlun og árangri. NVL hvetur til samræðu á milli aðstandenda ólíkra tengslaneta, kemur á nýjum netum og eflir framlag þeirra til norræns samstarfs. Antra Carlsen er framkvæmdastjóri NVL og höfuðstöðvar eru hjá VIA University College sem er staðsettur í Århus í Danmörku. Fulltrúi Íslands er Hildur Hrönn Oddsdóttir, sérfræðingur hjá FA. Íslendingar taka þátt í fjölmörgum undirnetum NVL þar á meðal starfmenn FA, tveir sem sitja í raunfærnimatsneti, einn sérfræðingahópi um náms- og starfsráðgjöf, einn í neti um grunnleikni.

Share This